laugardagur, ágúst 09, 2008


Þá er komið að því. Fallegustu stúlkurnar á Svalbarða eru að fara úr bænum. Á morgunn, sunnudaginn 10. ágúst munum við hendast um borð í Stockholm sem er víst hið fínasta skip að sögn Skafta (sem er hérna btw). Við munum skottast um Spitzbergen með skipinu í viku og ferðast um í zodiak frá skipi að landi í uppáhaldsgöllunum okkar. Að þeim dögum loknum mun skipið skilja okkur eftir einhverstaðar út í rassgati þar sem við munum sofa í stórum tjaldbúðum í 5 daga, borða baunir, taka nokkur snið og mér skildist á kennaranum að við ættum svo að skiptast á að halda ísbjarnavörð á kvöldin, hmmm... og kannski á næturnar. Á meðan á þessum tíma stendur mun sennilega enginn heyra neitt frá okkur enda líklega símasambandslausar og auðvitað internetlausar. En við erum reddí í fleiri ævintýri- með birgðir af súkkulaði og síðum ullarnærfötum og orðnar alveg sjúklega spenntar.





Það er annars búið að vera æðislega gaman hjá okkur stúlkukindunum. Í gær var svaðalegt fyllerí á krökkunum í skólanum í Galleríinu hérna í Nybyen þar sem 2 myndarlegir fjallagarpar sýndu myndaseríu frá ferð þeirra og þriggja annarra á gönguskíðum yfir Svalbarða. Klikkað lið. Eftir galleríið héldum við okkar fyrsta og svo sannarlega ekki eina "kitchen party" Þar tróðum við okkur öll inn í eitt eldhúsið í barrocknum okkar, svo var farið í Huset og endaði AnnaS í partýi með hinni norsku Marianne með innfæddum og aðfluttum í Longyearbyen og restin fór heim að sötra viskí í eldhúseftirpartýi. Við tókum þetta út fyrir næstu tvær vikurnar enda megum við ekki drekka meira en 1 bjór á kvöldi á meðan á ferðinni stendur.

Í gær rak okkur svo í roga-stans. Sjáiði bara sjálf... og haldið þið að hann sé ekki bara nákvæmlega eins og Svali á bragðið. Spurning um að ræða við Sysselmannen um þetta.


Ástarkveðja Anna Stella.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna Stella það kostar FJÖRTIUÞUSUND að fljúga!!!
er ekki hægt að fá þetta niðurgreitt hjá ríkinu?


Annars alltof góða skemmtun í þessari ævintýraferð, ekkert lítið spennandi!

Stella sagði...

Djöfull er frábært að þið skemmtið ykkur svona vel.
Ég las annars skemmtilegt viðtal í DV í gær sem fjallaði um pappírsísbirni á Svalbarða :) hahah Flott viðtal við þig Anna Stella

Nafnlaus sagði...

Hérna.... ég var að spá.....



eruði nokkuð týndar???

Nafnlaus sagði...

Váááá hvað maður saknar ykkar! Erum núna á Barðaströnd í felti og það er sjúklega gaman, frekar mis veðrið samt :D Það hljómar allt mjööög vel sem þið eruð að gera, vildi að ég væri með ykkur en það er samt kreisí stuð hérna! Hlakka til að heyra í ykkur :D

Annas, for your eyes only sagði...

Hahaha já Jón Bjarki tók smá viðtal við mig.

Ranhildur.Nei við erum ekki týndar!!! lofa- fórum bara í 12 daga felt ferð- algert kreisí... non stop vinna og "hæka" erum komnar heim heilar á húfi og kunnum að meta salerni meira en nokkru sinni fyrr, svo það er bara gleði gleði.. :D

Við söknum ykkar líka voðalega mikið! skrítið að vera í felti án ykkar, hef aldrei gert það áður. Haltu uppi kreisí stuðinu áfram Hrannar Ofursofari ;)

Súsanna Ósk sagði...

Hæ beibs. Ertu aldrei á msn kella? Ég var að pósta fullt af myndum úr útilegunni með skólanum. Tjek it. - Love you, Súsú.