mánudagur, september 29, 2008

Eins og ávallt er fáránlega mikið að gera hjá okkur íslensku kindunum hérna á Svalbarða. Við Minney æfum stíft touch rugby og munum við halda áfram þegar heim verður komið og því vantar okkur nokkra liðsmenn! Við höfum einnig verið duglegar að æfa klifrið og svo er nýjasta æðið Kayak polo sem er frekar skrítin íþrótt þar sem maður leikur sér með bolta í sundlaug en maður situr í litlum kayak á meðan.

Tinna vinkona Minneyjar og Halli kærasti Marínar komu í heimsókn á miðvikudaginn og eru þau að fara heim í dag. Við Minney vorum ansi duglegar að þræla greyið Tinnu út svo hún fengi sem mest út úr þessari ferð, hún ætti allavegana að sofa vel á flugvellinum í nótt eftir okkur þrælahaldarana á Svalbarða.

Við byrjuðum á að fara með þau uppá skotæfingasvæði og æfðum okkur smá, svo fórum við á rugby æfingu um kvöldið. Á föstudeginum fórum við upp í Gruve 2 eða næstu námu við okkur og komumst varla niður úr henni vegna hálku á lausum sandsteinsblokkum niður allt fjallið, eftir það var það bara friday gathering en ég fékk þau ekki til að joina í vikulega sjó-sundið. Á Laugardaginn fórum við Minney og Tinna og 5 aðrar manneskjur til Björndalen, strákarnir svindluðu reyndar þar sem annar þeirra kom á bíl og hinn hjólandi en við gegnum alla leiðina. Í Björndalen gistum við í risa-"kofa" með engu rafmagni, wc né hita svo við þurftum að tína kol á leiðinni og bera til Björndalen og kveiktum uppí svona kola-ofni. Tinna var svo heppin að fara út að pissa og hitta þennan sæta rebbaling sem starði á hana með litlu krípí augunum sínum. Við höfðum það svo bara kósí og borðuðum pulsur með kartöflusalati við kertaljós og "fallegan söng".
Á leiðinni heim gengum við yfir Platau fjellet sem var þó nokkuð skemmtileg ganga og sáum við þar frekar fallega hreindýrahjörð hlaupa framhjá okkur.

Yndisleg helgi sem endaði með vídjókvöldi og skúffuköku í eldhúsinu mínu.

Ég elska Svalbarða.
Ástarkveðja, Anna Stella.
p.s. afsakið flýtiskriftarbloggið mitt, reyni að gera betur næst ;)
Hérna eru nokkrar myndir úr Björndalen ferðinni. það koma svo fleiri á facebook.