fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Þá erum við nú loksins komnar til Svalbarða. Ferðin gekk ótrúlega vel og þrátt fyrir fáránlega mikinn farangur, 6 töskur, 3 snjóbretti og hjól þá sluppum við, við að borga alla yfirvigt, konunni á „deskinu“ uppá keflavíkurflugvelli féllust bara hendur og sagði bara: „ ohh mér er alveg sama!“ og var hún ansi glöð þegar við skottuðumst bara í burtu.

Við byrjuðum svo á því að fá okkur morgunnbjór og samloku uppá velli og hoppuðum svo upp í vélina til Osló þar sem við stein sváfum næstum alla leið. Á flugvellinum í Osló þurftum við að hinkra svolitla stund með bjór í annarri og pizzu í hinni og skoppuðum við svo af kæti og spenningi uppí flugvélina til Longyearbyen. Alsælar með lífið og tilveruna horfðum við á fjöllin og jöklana á Svalbarða úr um glugga vélarinnar með bjór og snakk við höndina.

Fyrstu dagarnir hérna eru búnir að vera æðislegir. Við eru í litlum bekk, aðeins 15 manns og erum við öll orðin rosa fínir vinir. Við fórum að sjálfsögðu á fyllerí á Laugardagskvöldið eftir misheppnaða tilraun á föstudagskvöldinu þar sem við enduðum með breskum líffræði Karl á stuttermabol í gönguferð um Longyearbyen með franskar og tómatsósu. Við fórum í Huset sem er skemmtistaður, bíó, hótel og veitingastaður og hugsanlega eitthvað fleira. Það er staðsett frekar nálægt okkur, á mörkum Nybyen og Longyearbyen en ég býst við því að maður myndi ekki vilja vera þarna ‚in case of Jackaloop‘ en Huset stendur mjög nálægt jökulá sem rennur í gegnum bæinn úr hinum fína jökli Longyearbreen sem við sjáum út um gluggann hjá okkur.

Fyrstu tveir skóladagarnir fóru í örryggisnámskeið þar sem við fórum að synda í sjónum í þurrbúningum, búningarnir okkar láku að sjálfsögðu og ég fékk mega kvef enda ekki með nein auka föt og maður er ansi lengi að labba heim. En frá skólanum sem staðsettur er í Longyearbyen að barrocknum okkar sem er staddur í Nybyen eru 3 km. Dagur nr 2 á öryggisnámskeiðinu fór svo í að læra á riffla og æfa sig að skjóta úr rifflunum og blysbyssu, læra á hin ýmsu samskipta tól sem maður tekur með sér í fjallaferðir og skyndihjálparnámskeið þar sem við lærðum mest um kul, ofkælingar og sárabindi.

Við búum annars í rosa sætum herbergum í stórum barrock þar sem ég held að 28 manns geta búið. Það deila svo 7 saman eldhúsi og 1-2 eru saman með baðherbergi. Okkar barrock er ysta húsið í bænum og stendur uppá smá stalli svo við myndum verða „seif“ ef það skyldi koma jackaloop sem ég efast um gerist en það er aldrei að vita.

Við erum annars enga ísbirni búnar að sjá ennþá en nokkur hreindýr og einn ref fyrir utan eldhúsgluggann okkar og að sjálfsögðu munum við reyna að taka myndir að bjössa þegar við sjáum hann loks.

Kv. AnnaS.

Komment eru vel þegin btw.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað er gaman að lesa fréttir frá ykkur!

Vitiði Stelpur að ég er ekki frá því að þið hafið smitað mig af oggu poggu ponsu pinku smá litlum áhuga á að kíkja til Svalló! hver veit nema ég rúlli yfir til ykkar skoða fugla og mannlífið á unaðseyjunni!

Farðu vel með þig Annan mín

Kv. Ragettan

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég öfunda ykkur. Hljómar sko ansi hreint vel þetta jöklaútsýni og öryggisnámskeið.
Ykkar verður sárt saknað á Barðaströndinni.
Kv. Guðmunda

Svalbastarðar sagði...

Vei Ragnhildur þú verður að láta verða að því að koma! :D þín mun þá bíða ískaldur bjór og heitir fjallagæjar hahaha...

Við söknum ykkar líka! Það verður svo skrítið að vera án ykkar á Barðaströndinni næsta sumar :/
Þið bara farið vel með ykkur og Hanna var búin að lofa að halda uppi kjánafjörinu og góðu bröndurunum okkar.

Nafnlaus sagði...

Ég er komin með blogg líka!!
ég vil fara í link!

ragnhildurthora.blog.is