sunnudagur, ágúst 31, 2008

Klikkað stuð!

Síðustu þrjár vikurnar hérna hafa verið geðveikar, kolklikkaðar, svo rosalega brjálað að gera að enginn tími hefur gefist fyrir blogg.

Við fórum í 12 daga felt ferð með skólanum. Gistum 8 daga á skipinu MS Stockholm og restina í tjaldbúðum í Billefjorden. Við erum því búnar að fara víða í þessari ferð okkar og upplifa endalaus ævintýri og skemmtun. Það vantar ekki jöklana hérna á Svalbarða svo við erum komnar í feitt, sáum endalaust mikið af þeim, bæði af skipinu og á landi en gengum bara upp á einn.

Það sem við gerðum í örstuttu máli var:

Stukkum af skipinu út í hafið um 77°N – kaldasta stund lífs okkar.

Skoðuðum Pyramiden- draugabær þar sem um 1300 rússneskir námuverkamenn og fjölskyldur þeirra bjuggu þar til fyrirtækið hætti námuvinnslu og nú situr bara eftir auður bær með köttum og mávum.

Upplifðum í fyrsta skipti wc tjöld (í tjaldbúðunum).

Þurftum að standa 2 klst ísbjarnavaktir á næturnar í tjaldbúðunum.

Sáum ísbjörn, hreindýr, beluga hvali (Mjaldur er víst íslenska þýðingin ), refi, kríur, lunda og seli.

Borðuðum versta brauð í heimi á hverjum degi og ferðuðumst um á zodiokum um Billefjorden.

Eftir að við komum heim fórum við að vinna í skýrslunum úr ferðinni og þurfum við að flytja fyrirlestra úr henni líka. Vinnslan í því hefur gengið frekar hægt þar sem við búum í stóru húsi þar sem virðist vera partý annað hvort kvöld og stundum á hverju kvöldi eins og í síðustu viku.

Á mánudeginum: kökupartý með súkkulaðibitakökum og skúffuköku og kunna því allir íslenska orðið skúffukaka núna.

Á þriðjudeginum var svo fiskipartý því sjávarlíffræðingarnir gáfu okkur svo mikinn fisk, elduðum fiskisúpu og karrífiskrétt.

Á miðvikudeginum var svo rússapartý í næsta húsi sem við beiluðum á.

Fimmtudagurinn fór í „Friday gathering“ niðrí skóla- brjálað partý og sjósund á eftir. 1 stig fyrir nærföt 1,5 stig fyrir nekt. Við Minney héldum okkur bara við 1 stig en strákarnir voru ekki eins feimnir.

Á föstudeginum var partý í tveimur eldhúsum í húsinu, annað tacopartý og hitt pönnukökupartý, sóðalega gaman.

Á Laugardeginum var svo partý í Huset skipulagt af einhverju jarðfræðikrúi sem er í cruise um Svallann.

Svo það má nú segja að það sé sjúhúklega gaman hérna á Svallanum og endalaust mikið hægt að gera, þetta er ekkert svona kofadæmi eins og í þættinum Svalbarða hehe...

Við snúllurnar þrjár

Marín og Anna Stella á Nordenskiolsbreen


Marín og Minney að leika sér í sjónum


Þarna erum við að fara að leggja í hann frá tjaldbúðunum einn daginn


WC f nr 2


Anna Stella á wc f nr 1


Minney mús uppá jökulgarði Scottbreen


Marín töffari

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jeij!

Svalbastarðar sagði...

Hver er svo tilgangurinn með að skrifa þetta allt saman ef maður fær svo bara eitt komment og það frá manneskju sem maður er með alla daga.

Það er skömm að þessu..

Nafnlaus sagði...

Hahaha...

færð klapp á bakið frá einu svalbastarðanum :D

Nafnlaus sagði...

svalbastarðinum, meinti ég :p

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að lesa! OG skoða allar myndir! VÁ þvílíkt ævintýri! Bara skemmtilegt að lifa sig inní þetta með lestrinum! Góður penni!!
Have fun ;)

Nafnlaus sagði...

HAhaha já.. Nanlaus = Lísa litla! :)

Svalbastarðar sagði...

3 komment frá marín!?!

Nafnlaus sagði...

Ég get ekki ímyndað mér annað en að felt ferðin hafi kitlað fram einhverja gleði í huga Önnu Stellu. :-) Jarðfræðinördið sjálft...

Mig hefur reyndar alltaf langað að kíkja í Pyramiden. Maður hefur séð myndir og heyrt sögur frá þessum stað og þetta hljómar eins og þetta sé stórkostleg sjón.

Gaman að sjá svona mikið af myndum. :-D Endilega halda þessu áfram, meiri myndir og meira blogg.

Nafnlaus sagði...

Taka tvö....vona að ég nái að pósta kommenti í þetta skiptið þar sem ég er ekki í tölvunni minni. Tölvan mín og blogspot.com eiga ekki alveg nógu góða samleið og virðast stundum ekki vilja virka saman.
En a.m.k. þá er nauðsynlegt að við hérna á klakanum verðum duglegri að láta í okkur heyra því við söknum ykkar og það var átakanlega lítið af gimpmyndum sem voru teknar í seinustu feltferð :) Spurning hvort það tengist eitthvað fjarveru ykkar?
Djöfull lítur út fyrir að vera gaman hjá ykkur - við verðum bara að fara í útskriftaferð til Svalbarða, er það ekki bara?

Kv. af klakanum sem er sunnar en klakinn ykkar - Bára ;)

Nafnlaus sagði...

Var búin að sjá þessa síðu en gleymdi síðan alltaf að kíkja á hana aftur... En eftir viku verð ég hjá ykkur og ég get ekki beðið. Það er eins gott að ég fái að sjá eitthvað skemmitlegt (hint: ísbjörn) og upplifa eitthvað skemmtilegt.
Með ástarkveðju Tinna Rós ;)

Annas, for your eyes only sagði...

Ó jú Tinna hvíldu þig vel áður en þú kemur því það verður stíft prógramm fyrir þig! Þú átt eftir að skemmta þér vibba vel! ps taktu snjóbrettið með.